Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Thomas International hefur hafið starfsemi á Íslandi.

 Fyrirtækið er starfrækt í 64 löndum með yfir  32.000 viðskiptavini (fyrirtæki). Thomas Intl  hefur þjálfað 250.000 starfsmenn þessara fyrirtækja  í notkun hugbúnaðar fyrir  Persónuleikamat PPA

og Starfsgreiningu Job profiling.  Það skal sérstaklega tekið fram, að starfsmenn viðkomandi fyrirtækja annast sjálfir vinnslu persónuleikamatsins í gegnum tölvukerfi  Thomas Intl. 

 

Með notkun PPA persónuleikamatsins færð þú upplýsingar um styrkleika einstaklingsins og takmarkanir hans, samskiptastíl, hug hans til fyrirtækisins, hvað hvetur hann, undirliggjandi ótta hans og hvernig hann vinnur undir álagi.

 Þá gefur persónuleikamatið þér meiri vissu og öryggi við ráðningar.  Auðveldar gerð kostnaðaráætlana vegna endurmenntunar og námskeiðahalds. Hvort og hvernig efla megi starfsanda og minnka starfsmannaveltu  

Það tekur aðeins 8 mínútur að ljúka við að svara spurningunum í Thomas Intl. PPA persónuleikamatinu.  Persónuleikamatið er skráð hjá  Bresku sálfræðingasamtökunum  og hefur verið endurskoðað reglulega á tveggja ára fresti, með tæknilegum viðmiðum frá Samtökum evrópskra sálfræðinga.